Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Suðurnesjasundfólk í forystu á AMÍ - Birta María gaf tóninn í góðum árangri ÍRB
Föstudagur 22. júní 2012 kl. 09:42

Suðurnesjasundfólk í forystu á AMÍ - Birta María gaf tóninn í góðum árangri ÍRB



Nú er fyrsta degi lokið og eftir daginn er ÍRB komið með afgerandi forystu með 192 stig, næstir á eftir ÍRB er sundlið Ægis með 108 stig og svo SH í því þriðja með 74 stig. Mótið fer vel af stað fyrir lið ÍRB og mikil stemning er á bakkanum. Mikið var um bætingar hjá sundmönnum okkar í dag. Í gærmorgun syntu strákarnir í 1500 metra skriðsundi þar sem þeir stóðu sig mjög vel og bættu flestir tímana sína mikið. Stúlkurnar syntu svo 800m síðdegis og stóðu sig líka vel.

Fyrsti Aldursflokkameistarinn frá ÍRB varð Birta María Falsdóttir þegar hún sigraði í 800 metra skriðsundi telpna í glæsilegu sundi. Lið ÍRB urðu líka Aldursflokkameistarar í 6 boðsundum af 8 seinni partinn.

Fyrr í gær var mótið sett eftir að liðin gengu fylktu liði á eftir Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar í lögreglufylgd frá Myllubakkaskóla að íþróttahúsinu í Keflavík. Þar bauð Einar Haraldsson formaður Íþrótta- og ungmennafélags Keflavíkur alla velkomna á mótið og Ólafur Baldursson hjá Sundsambandi Íslands setti mótið. Mótið mun halda áfram næstu daga og verður gaman að sjá flott tilþrif í lauginni næstu daga.

Á efstu myndinni er Birta María á verðlaunapalli. Hinar myndirnar voru teknar við setningu mótsins en mikið líf og fjör er þessa helgina í sundmiðstöð Keflavíkur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

-

-

-

-