Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Suðurnesjastrákar í landsliðshópum
Þriðjudagur 16. desember 2008 kl. 10:08

Suðurnesjastrákar í landsliðshópum


Fimm leikmenn frá Njarðvík hafa verið valdir í 26 manna úrtak fyrir U18 landslið Íslands, en þeir munu æfa í Smáranum og Iðu á Selfossi milli jóla og nýárs. Þetta eru þeir Andri Fannar Freysson, Hilmar Hafsteinsson, Ólafur Helgi Jónsson, Óli Ragnar Alexandersson og Styrmir Gauti Fjeldsted.

28 manna hópur hefur einnig verið kallaður saman til æfinga milli jóla og nýárs hjá U16 landsliði karla, og eru alls átta leikmenn frá Suðurnesjum í þeim hópi. Það eru þeir Andri Daníelsson, Andri Þór Skúlason, Hafliði Brynjarsson og Sævar Eyjólfsson frá Keflavík og Aron Valtýsson, Maciej Baginski, Oddur Birnir Pétursson og Valur Orri Valsson frá Njarðvík.

Í U15 ára landsliðsúrtakinu að þessu sinni voru sjö leikmenn af Suðurnesjum, en þeir munu æfa samhliða U16 hópnum. Leikmennirnir sem valdir voru af Suðurnesjum eru þeir Birgir Snorri Snorrason, Elvar Már Friðriksson, Maciej Baginski, Sigurður Dagur Sturluson og Valur Orri Valsson frá Njarðvík og svo voru það Jens Óskarsson og Kjartan Steinþórsson úr Grindavík.

Framundan hjá U18 og U16 landsliðum íslands er Norðurlandamótið í Solna í Svíþjóð í maí á næsta ári.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024