Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Suðurnesjaslagur í vændum
Það verður Suðurnesjalið í úrslitum þetta árið.
Mánudagur 31. mars 2014 kl. 20:38

Suðurnesjaslagur í vændum

Grindvíkingar kláruðu Þórsara og mæta Njarðvík

Nú er ljóst að Grindvíkingar munu leika gegn Njarðvíkingum í undanúrslitum úrslitakeppni Domino's deildar karla í körfubolta. Íslands- og bikarmeistararnir frá Grindavík unnu í kvöld glæsilegan útisigur gegn Þórsurum í Þorlákshöfn með 89  stigum gegn 75 og kláruðu rimmuna 3-1.

Ekki var mikið skorað í fyrri háflleik en þegar úrslitakeppnin stendur sem hæst eru varnarleikur og barátta í lykilhlutverki. Grindvíkingar leiddu 33-39 í hálfleik. Þeir gulklæddu voru svo áfram með yfirhöndina og gerðu endanlega út um leikinn í síðasta fjórðung, þar sem þeir léku frábærlega.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindvíkingar voru að fá flott framlag frá mörgum leikmönnum en þeir Lewis Clinch og Sigurður „ökuþór“ Þorsteinsson voru manna bestir í kvöld. Lewis var með næstum þrennu, 18 stig, 11 fráköst og 9 stoðsendingar. Sigurður var svo með 24 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar og var ekki svo ýkja langt frá þrennunni sá stóri.

Það verða því Njarðvík og Grindavík sem mæta annað hvort KR eða Stjörnunni í úrslitum þetta árið en spennandi verður að fylgjast með slag Suðurnesjaliðanna sem hefst á föstudag.

Grindavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 24/9 fráköst/6 stoðsendingar/5 varin skot, Earnest Lewis Clinch Jr. 18/11 fráköst/9 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 14/5 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 13/7 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 10/6 fráköst, Kjartan Helgi  Steinþórsson 5, Daníel Guðni Guðmundsson 3/4 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 2/6 fráköst, Jens Valgeir Óskarsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Hilmir Kristjánsson 0, Magnús Már Ellertsson 0.

Þór Þ.: Mike Cook Jr. 25/7 fráköst, Nemanja Sovic 15/15 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 12/16 fráköst/5 varin skot, Baldur Þór Ragnarsson 10, Tómas Heiðar Tómasson 9/6 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 2, Vilhjálmur Atli Björnsson 2, Matthías Orri Elíasson 0, Jón Jökull Þráinsson 0, Halldór Garðar Hermannsson 0, Emil Karel Einarsson 0, Davíð Arnar Ágústsson 0.