Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Suðurnesjaslagur í Röstinni í kvöld
Fimmtudagur 3. janúar 2008 kl. 11:16

Suðurnesjaslagur í Röstinni í kvöld

Tveir leikir fara fram í Iceland Express deild karla í kvöld þegar stórleikur Grindavíkur og Keflavíkur fer fram í Röstinni. Þá mætast Snæfell og Þór Akureyri í Stykkishólmi kl. 19:15. Suðurnesjaslagur Grindavíkur og Keflavíkur verður í beinni útsendingu hjá SÝN og hefst útsendingin kl. 19:50. Leikurinn sjálfur hefst kl. 20:00.

 

Keflavík hefur unnið tíu fyrstu leiki sína á leiktíðinni og varð aðeins annað liðið í körfuboltasögunni til þess að fara ósigrað inn í nýtt ár. Hitt er einmitt lið Grindavíkur tímabilið 2003-04. Grindvíkingar unnu þá alla 11 leiki sína fyrir jól en töpuðu síðan fyrsta leik ársins sem fór fram í Njarðvík 4. janúar. Friðrik Ragnarsson var þjálfari Njarðvíkurliðsins í þeim leik og hann er kominn í sömu stöðu nú sem þjálfari Grindavíkur.

 

VF-Mynd/ Jón Björn Ólafsson, [email protected] - Páll Kristinsson tekur frákast og Þröstur Leó Jóhannsson rekur upp stríðsöskur við hlið Páls. Úr fjarska fylgist með Keflvíkingurinn og leikmaður Grindavíkur, Hjörtur Harðarson. Myndin er úr fyrri leik liðanna á þessu tímabili sem fram fór í Sláturhúsinu í Keflavík.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024