Suðurnesjaslagur í Röstinni
Áttunda umferð Domino´s deildar karla í körfubolta hefst í kvöld með fimm leikjum. Suðurnesjaliðin eru í eldlínunni í kvöld en sérstaka athygli vekur rimma Grindvíkinga og Njarðvíkinga sem fram fer í Röstinni klukkan 19:15. Liðin eru jöfn í 3. og 4. sæti deildarinnar með 10 stig.
Keflvíkingar fara í Hafnarfjörð og leika gegn Haukum. Keflvíkingar eru í 2. sæti deildarinnar með 12 stig en Haukar eru með 8 stig í 6. sæti. Leikurinn verður í beinni útsendingu á vefsjónvarpi Hauka.