Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Suðurnesjaslagur í bikarkeppni kvenna í Grindavík í kvöld
Mánudagur 2. febrúar 2015 kl. 09:03

Suðurnesjaslagur í bikarkeppni kvenna í Grindavík í kvöld

Það er sannkallaður stórleikur í kvöld í Powerade bikarkeppni kvenna í körfuknattleik þar sem Grindavík tekur á móti Njarðvík í Röstinni. Leikurinn hefst kl. 19.15 og verður hann í beinni útsendingu á SportTV. Fríar rútuferðir verða frá íþróttahúsinu í Njarðvík til Grindavíkur verður lagt af stað kl. 18.20. 

Grindavík lagði ríkjandi bikarmeistaralið Hauka í 8-liða úrslitum. Njarðvík, sem leikur í næst efstu deild, vann KR í 8-liða úrslitum. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það er ljóst að bæði liðin sem leika til úrslita í Poweradebikarkeppni kvenna verða frá Suðurnesjum. Keflavík tryggði sér farseðil í Laugardalshöllina um helgina með góðum sigri gegn Íslandsmeistaraliði Snæfells úr Stykkishólmi.

Haukar sigruðu í þessari keppni í fyrra þegar liðið lagði Snæfell í úrslitum 78-70.

Grindavík hefur einu sinni sigrað í þessari keppni líkt og Njarðvík. Eini bikarmeistaratitill Grindavíkur kom árið 2008 og var það fjórði bikarúrslitaleikur félagsins. Njarðvík varð bikarmeistari árið 2012 þegar liðið lagði Snæfell 84-77 og var það líkt og hjá Grindavík í fjórða sinn sem félagið lék til úrslita í þessari keppni.  

Keflavík er með 13 bikarmeistaratitla í kvennaflokki en liðið hefur alls 20 sinnum leikið til úrslita.

Úrslitaleikurinn í bikarkeppni kvenna fer fram laugardaginn 21. febrúar í Laugardalshöll.