Suðurnesjaslagur í 8-liða úrslitum.
Keflavík og Grindavík tryggðu sér í dag sæti í 8-liða úrslitum deildarbikarkeppninnar, er Keflvíkingar lögðu Stjörnuna, 2-0 og Grindvíkingar unnu Skallagrím 2-1. Báðir leikirnir fóru fram í Reykjaneshöll í dag.8-liða úrslitin fara fram nk. fimmtudag og þá munu Grindvíkingar og Keflvíkingar mætast í Reykjaneshöll, en tímasetning leiksins hefur ekki verið ákveðin. Þess má geta að mörk Keflavíkur gegn Stjörnunni í dag skoruðu þeir Guðmundur Steinarsson og Gestur Gylfason. Fyrra mark Grindvíkinga gegn Skallagrími skoraði Sinisha Kekic, en það síðara var sjálfsmark Skallagrímsmanna.