Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Suðurnesjaslagur í 3. deildinni á morgun
Miðvikudagur 18. júlí 2012 kl. 09:26

Suðurnesjaslagur í 3. deildinni á morgun

Þróttur Vogum og Víðir Garði eigast við í C-riðli Íslandsmótsins í knattspyrnu næsta fimmtudagskvöld í Vogum. Leikurinn byrjar klukkan 20.

Víðismenn hafa spilað níu leiki án þess að tapa og eru á góðri leið að stinga aðra af í riðlinum. Þróttarar verða vinna leikinn ætli þeir sér að verða í 3. deildinni 2013. Deildunum mun fjölga og 3. deildin verður með tíu liðum á næsta ári.

Víðismenn eru í fyrsta sæti með 21 stig en Þróttarar í fjórða sæti með tíu stig.  Þessi lið áttust við í vor á Garðsvelli og skoruðu Víðismenn tvö mörk á loka andartökum leiksins.

Hvetjum alla knattspyrnuáhugamenn að fjölmenna í Voga næsta fimmtudagskvöld og sjá Suðurnesjaslaginn, segir í tilkynningu frá Þrótti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024