Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Suðurnesjasigrar í undanúrslitum
Suðurnesjaliðin eru í góðri stöðu eftir fyrri leiki sína í undanúrslitum kvennaboltans.
Mánudagur 12. september 2016 kl. 12:26

Suðurnesjasigrar í undanúrslitum

- 1. deildar kvenna

Bæði Grindavík og Keflavík unnu sigra í fyrri undanúrslitaleikjum sínum í 1. deild kvenna sem fram fóru um helgina.

Grindavík er í mjög góðum málum í eftir sigur á ÍR en leikurinn fór fram á ÍR-vellinum í Breiðholti. Grindvíkingar unnu leikinn með tveimur mörkum gegn engu.

Sashana Carolyn Campbell og kom Grindvíkingum í 1-0 og Marjani Hing-Glover skoraði seinna mark Grindavíkurkvenna.

Keflavík sigraði Hauka 1-0 en leikurinn fór fram í Keflavík.

Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði eina mark leiksins eftir rúmlega klukkutíma leik.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024