Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Suðurnesjasigrar í tólftu umferð Subway-deildar karla
Keflavík lagði Njarðvík í átta liða úrslitum VÍS-bikarsins. Mynd úr safni Víkurfrétta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 7. janúar 2023 kl. 11:26

Suðurnesjasigrar í tólftu umferð Subway-deildar karla

Grindavík, Keflavík og Njarðvík unnu öll sína leiki í tólftu umferð Subway-deildar karla sem lauk í gær. Keflavík sótti sigur í Síkinu á Sauðárkróki í gær en Grindavík lagði KR og Njarðvík vann ÍR í fyrrakvöld.

Keflavík situr í öðru sæti deildarinnar (9/3), Njarðvík í því þriðja (8/4) og Grindavík í sjötta (7/5). Nú verður gert hlé á keppni í Subway-deildinni þar sem undanúrslit VÍS-bikarsins fara fram í næstu viku. Keflavík mætir Stjörnunni og Valur mætir Hetti, báðir leikirnir fara fram þann 11. janúar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tindastóll - Keflavík 75:84

(22:21, 23:22, 13:22, 17:19)

Keflavík: Igor Maric 23, David Okeke 14/7 fráköst, Dominykas Milka 13/11 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 11, Eric Ayala 8, Horður Axel Vilhjalmsson 8/6 stoðsendingar, Ólafur Ingi Styrmisson 5, Valur Orri Valsson 2, Arnór Sveinsson 0, Magnús Pétursson 0, Frosti Sigurðsson 0, Nikola Orelj 0.


Grindavík - KR 89:81

(27:30, 18:15, 18:14, 26:22)

Grindavík: Ólafur Ólafsson 22/9 fráköst, Damier Erik Pitts 22/6 fráköst/6 stoðsendingar, Bragi Guðmundsson 17/6 fráköst/3 varin skot, Gkay Gaios Skordilis 13/7 fráköst, Kristófer Breki Gylfason 11, Magnús Engill Valgeirsson 2, Valdas Vasylius 2/6 fráköst, Einar Snær Björnsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Hafliði Ottó Róbertsson 0, Arnór Tristan Helgason 0, Hilmir Kristjánsson 0.


Njarðvík - ÍR 103:74

(23:20, 31:25, 26:19, 23:10)

Njarðvík: Dedrick Deon Basile 30/6 stoðsendingar, Lisandro Rasio 24/12 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 14/6 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 11, Jose Ignacio Martin Monzon 9/9 fráköst, Logi Gunnarsson 6/5 fráköst, Elías Bjarki Pálsson 4, Mario Matasovic 3, Jan Baginski 2, Rafn Edgar Sigmarsson 0.