Suðurnesjasigrar í spennuleikjum
Keflavík og Grindavík unnu sigra í leikjum sínum í undanúrslitum 1. deildar kvenna í kvöld.
Keflavík vann ÍS í framlengdum leik, 77-71, í Íþróttahúsinu við Sunnubraut og Grindavík vann Hauka, 71-70, en Rita Williams skoraði sigurstigið úr vítaskoti þegar leiktíminn var liðinn.
Nánari fréttir af þessum spennuleikum innan skamms...