Suðurnesjasigrar: Grindavík og Keflavík á toppinn
Tveir stórleikir fóru fram í Iceland Express deild kvenna í kvöld þegar Grindavík tók á móti margföldum meisturum Hauka í Röstinni og Keflavík fékk sterka nýliða KR í heimsókn í Sláturhúsið. Að þessu sinni voru heimasigrar á línuna.
Grindvíkingar lögðu Hauka 80-66 og Keflavík hafði betur gegn KR 97-87. Suðurnesjaliðin eru því komin ein á topp deildarinnar bæði með 26 stig en KR vermir 3.sæti með 24 stig og Haukar hafa 22 stig í 4. sæti. Spennan magnast nú með hverjum deginum og fróðlegt verður að sjá hvaða lið vinna sér inn heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni.
Keflavík og Grindavík mætast svo í undanúrslitum Lýsingarbikarsins á sunnudag en leikurinn fer fram í Grindavík og hefst kl. 19:15.
VF-Mynd/ Úr safni - Grindavíkurkonur fagna.