Suðurnesjapiltar halda í EM drauminn
Arnór, Elías og Ingvar áfram í landsliðinu
Þrír Suðurnesjamenn voru valdið í karla landslið Íslands í fótbolta sem leika mun vináttuleiki við Finnland og Sameinuðu Arabísku Furstadæmin í Abu-Dhabi. Þetta eru þeir Arnór Ingvi Traustason Norrköping, Elías Már Ómarsson Valerenga og Ingvar Jónsson hjá Sandnes Ulf. Allir hafa þeir verið í hóp undanfarin misseri og því sigtinu hjá þjálfurum íslenska liðsins fyrir EM næsta sumar.
Landsliðið mun leika tvo leiki í ferðinni en það er gegn Finnlandi þann 13. janúar og Sameinuðu Arabísku Furstadæmin þann 16. janúar. Liðið leikur svo vináttuleiki í Bandaríkjunum í lok mánaðar en enginn Suðurnesjamaður er í þeim hóp. Þó má gera ráð fyrir því að einhverjir úr þessum hóp fari einnig til Bandaríkjanna.
Hópinn má sjá hér.