Suðurnesjamennirnir spiluðu allir 90 mín. í norska
Haraldur Freyr Guðmundsson spilaði allan leikinn í vörn Aalesund í 2-1 sigurleik gegn Odd Grenland um helgina í norsku úrvalsdeildinni.
Stefán Gíslason spilaði allan leikinn með Lyn gegn Lilleström sem endaði með sigri Lilleström 1-0 og Grindvíkingurinn Ólafur Örn Bjarnason spilaði allan leikinn með Brann gegn Valerenga í 2-1 tapleik.
Vf-mynd: Haraldur í baráttunni í sumar.