Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Suðurnesjamenn við stjórnvölin í Stjörnuleik KKÍ
Þriðjudagur 3. janúar 2012 kl. 10:48

Suðurnesjamenn við stjórnvölin í Stjörnuleik KKÍ

Nú er það ljóst hvaða leikmenn hlutu flest atkvæði í kosningunni í byrjunarliðin tvö í Stjörnuleik karal í körfubolta sem fram fer 14. janúar í Dalhúsum í Grafarvogi. Samtals kusu 2.135 einstaklingar og var dreifing atkvæða nokkuð jöfn. Í liði landsbyggðarinnar eru Suðurnesjamenn í meirihluta og efsta lið deildarinnar, Grindavík á þrjá fulltrúa í byrjunarlið ásamt þjálfaranum. Helgi Jónas Guðfinnsson stýrir liðinu og Njarðvíkingurinn Teikur Örlygsson heldur um taumana hjá höfuðborgarsvæðinu.

Byrjunarliðin samkvæmt vali aðdáenda verða sem hér segir:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Höfuðborgarsvæðið:
Bakvörður: Justin Shouse • Stjarnan
Bakvörður: Martin Hermannsson • KR
Framherji: Marvin Valdimarsson • Stjarnan
Framherji: Hreggviður Magnússon • KR
Miðherji: Nathan Walkup • Fjölnir


Landsbyggðin:
Bakvörður: Giordan Watson • Grindavík
Bakvörður: Magnús Þór Gunnarsson • Keflavík
Framherji: Jón Ólafur Jónsson • Snæfell
Framherji: J‘Nathan Bullock • Grindavík
Miðherji: Sigurður Gunnar Þorsteinsson • Grindavík

Helgi Jónas Guðfinnsson mun stýra liði landsbyggðarinnar.

Teitur Örlygsson stýrir liði höfuðborgarsvæðisins.

Þjálfarar liðanna munu svo velja sjö leikmenn til viðbótar í sín lið.

Atkvæðafjöldi: Heildaratkvæði • Top 15 yfir flest atkvæði

1. Justin Shouse • 433
2. J‘Nathan Bullock • 360
3. Marvin Valdimarsson • 353
4. Jón Ólafur Jónsson • 294
5. Sigurður Gunnar Þorsteinsson • 273
6. Ólafur Ólafsson • 240
6. Magnús Þór Gunnarsson • 229
7. Giordan Watson • 221
8. Hreggviður Magnússon • 219
9. Martin Hermannsson • 215
10. Quincy Hankins Cole• 192
11. Elvar Már Friðriksson • 187
12. Páll Axel Vilbergsson • 185
13. Finnur Atli Magnússon • 182
14. Steven Gerrard • 172
15. Árni Ragnarsson • 169

Myndir: J´Nathan Bullock verður í eldlínunni í Stjörnuleiknum sem og stórskyttan Magnús Þór Gunnarsson