Suðurnesjamenn vel merktir á EM í Frakklandi
Fjölskylda Arnórs Ingva í alvöru búningum
	.jpg) Suðurnesjamenn eru fjölmennir í Frakklandi um þessar mundir þar sem Evrópumótið í knattspyrnu stendur sem hæst.
Suðurnesjamenn eru fjölmennir í Frakklandi um þessar mundir þar sem Evrópumótið í knattspyrnu stendur sem hæst.
Suðurnesjamenn eiga sína fulltrúa í liðinu. Njarðvíkingarnir uppöldu Arnór Ingvi Traustason og Ingvar Jónsson eru tiltölulega nýir í liðinu auk þess að hinn uppaldi Grindvíkingur Alfreð Finnbogason hefur verið fastamaður undanfarin ár.
Fjölskyldur og vinir liðsmanna hafa að sjálfsögðu fjölmennt til Frakklands. Fjölskylda Arnórs Ingva er m.a. mætt á staðinn og er klár í slaginn gegn Portúgal í kvöld.
Þau eru að sjálfsögðu vel merkt í búningum af sínum manni. Eins og sjá má á myndinni hér að ofan þá eru systkini og faðir Arnórs öll komin í treyju sem merkt er með númeri og nafni Arnórs - „Traustason #21.“ svona á að gera þetta!
	.jpg)
Suðurnesjafólk er í miklu stuði í St. Entienne þar sem leikurinn verður í kvöld. Hér er góður hópur.


.jpg) 
	
						


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				