Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

  • Suðurnesjamenn vel merktir á EM í Frakklandi
    Systkinin Samúel Þór, Viktor Árni og Hjördís Lilja. Á endanum er pabbinn Trausti Hafsteinsson.
  • Suðurnesjamenn vel merktir á EM í Frakklandi
    Suðurnesjafólk er í miklu stuði í St. Entienne þar sem leikurinn verður í kvöld. Hér er góður hópur.
Þriðjudagur 14. júní 2016 kl. 11:33

Suðurnesjamenn vel merktir á EM í Frakklandi

Fjölskylda Arnórs Ingva í alvöru búningum

Suðurnesjamenn eru fjölmennir í Frakklandi um þessar mundir þar sem Evrópumótið í knattspyrnu stendur sem hæst.

Suðurnesjamenn eiga sína fulltrúa í liðinu. Njarðvíkingarnir uppöldu Arnór Ingvi Traustason og Ingvar Jónsson eru tiltölulega nýir í liðinu auk þess að hinn uppaldi Grindvíkingur Alfreð Finnbogason hefur verið fastamaður undanfarin ár.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fjölskyldur og vinir liðsmanna hafa að sjálfsögðu fjölmennt til Frakklands. Fjölskylda Arnórs Ingva er m.a. mætt á staðinn og er klár í slaginn gegn Portúgal í kvöld.

Þau eru að sjálfsögðu vel merkt í búningum af sínum manni. Eins og sjá má á myndinni hér að ofan þá eru systkini og faðir Arnórs öll komin í treyju sem merkt er með númeri og nafni Arnórs - „Traustason #21.“ svona á að gera þetta!

 

 

Suðurnesjafólk er í miklu stuði í St. Entienne þar sem leikurinn verður í kvöld. Hér er góður hópur.