Suðurnesjamenn sigursælir á Þrekmótaröðinni
Laugardaginn 1. júní fór fram annað mót Þrekmótaraðarinnar 2013. Þrátt fyrir rigningu og haglél þennan dag gekk Suðurnesjamönnum mjög vel á mótinu. Í einstaklingskeppni kvenna sigraði Kristjana Hildur Gunnarsdóttir bæði í opnum flokki og flokki 39+. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir varð í 2.sæti í opnum flokki. Í liðakeppni kvenna 39+ sigraði lið Lífsstíls „ fimm fræknar“ sem skipað var þeim: Þurý, Ástu Kötu, Kiddý, Elsu og Árdísi. Þriðja mót þrekmótaraðarinnar 2013 verður haldið í Kaplakrika þann 21.sept. næstkomandi. Að þessu sinni var mótið haldið á gervigrasvellinum í Mosfellsbæ.