Suðurnesjamenn með marga titla
- í uppgjöri Domino’s deildarinnar í körfubolta
Keflvíkingar hirtu marga einstaklings titla þegar Domino’s deildin í körfubolta var gerð upp í lok vikunnar. Thelma Dís Ágústsdóttir var kjörinn besti leikmaður kvenna og þá voru þau Arianna Moorer og Amin Stevens valin bestu erlendu leikmennirnir.
Keflvíkingar áttu einnig bestu varnarmennina en Salbjörg R. Sævarsdóttir og Hörður Axel Vilhjálmsson fengu þá nafnbót.
Birna Valgerður Benónýssdóttir var kjörin besti ungi leikmaður kvenna.
Suðurnesjamenn áttu einnig bestu þjálfarana. Grindvíkingurinn Jóhann Þór Ólafsson hjá körlum og Sverrir Þór Sverrisson var valinn besti þjálfari í Domino’s deild kvenna.
Þá voru þær Thelma Dís Ágústsdóttir og Emelía Ósk Gunnarsdóttir valdar í úrvalslið kvenna. Logi Gunnarsson úr Njarðvík og Ólafur Ólafsson voru Suðurnesjamennirnir í úrvalsliði karla.
Sverrir t.h. var valinn besti þjálfari ársins og og Ariana Moorer besti útlendingur kvenna.
Jóhann var dapur eftir tap í lokaleiknum við KR en var valinn besti þjálfari í karlaflokki.
Amin Stevens var valinn besti útlendingur karla.
Logi Gunnarsson úr Njarðvík og Ólafur Ólafsson úr Grindavík voru valdið í úrvalslið karla.
Hörður Axel var valinn besti varnarmaður karla.
Salbjörg Ragna var valin besti varnarmaður kvenna.