Suðurnesjamenn margverðlaunaðir á lokahófi KKÍ
Lokahóf Körfuknattleikssambands Íslands fór fram í gærkvöldi þar sem Pálína Gunnlaugsdóttir leikmaður Keflavíkur og Hlynur Elías Bæringsson leikmaður Snæfells voru valin bestu leikmenn Iceland Express deildanna leiktíðina 2007-2008.
Hinn sigursæli þjálfari Keflavíkur, Sigurður Ingimundarson, var kosinn þjálfari ársins í úrvalsdeild karla og er þetta í fyrsta sinn sem Sigurður hlýtur þessa útnefningu. Þá var kollegi hans, Jón Halldór Eðvaldsson þjálfari Keflavíkurkvenna, einnig nefndur þjálfari ársins í úrvalsdeild kvenna.
Njarðvíkingurinn Kristján Rúnar Sigurðsson var valinn besti leikmaður 1. deildar karla en hann leikur með Breiðablik undir stjórn Einars Árna Jóhannssonar sem valinn var besti þjálfari deildarinnar en Einar stjórnaði Njarðvíkingum áður en hann tók við Blikum.
Þá voru úrvalslið karla og kvenna einnig tilkynnt á hófinu:
Úrvalslið karla:
Brenton Birmingham, Njarðvík 2. skipti
Sveinbjörn Claessen, ÍR 1. skipti
Páll Axel Vilbergsson, Grindavík 5. skipti
Hreggviður Magnússon, ÍR 1. skipti
Hlynur Bæringsson, Snæfelli 6. skipti
Úrvalslið kvenna:
Hildur Sigurðardóttir, KR 6. skipti
Pálína Gunnlaugsdóttir, Keflavík 1. skipti
Kristrún Sigurjónsdóttir, Haukum 1. skipti
Sigrún Ámundadóttir, KR 1. skipti
Signý Hermannsdóttir, Val 4. skipti
Einnig voru afhentar fleiri viðurkenningar.
Besti ungi leikmaður Iceland Express deildar kvenna: Ragna Margrét Brynjarsdóttir Haukum
Besti ungi leikmaður Iceland Express deildar karla: Sigurður G. Þorsteinsson Keflavík
Besti varnarmaður í Iceland Express deild kvenna: Pálína Gunnlaugsdóttir Keflavík, fjórða árið í röð
Besti varnarmaður í Iceland Express deild karla: Hlynur Bæringsson Snæfelli
Besti erlendi leikmaður Iceland Express deildar kvenna: TeKesha Watson Keflavík
Besti erlendi leikmaður Iceland Express deildar karla: Darrell Flake Skallagrími
Besti þjálfari í Iceland Express deild kvenna: Jón Halldór Eðvaldsson Keflavík
Besti þjálfari í Iceland Express deild karla: Sigurður Ingimundarson Keflavík
Besti dómari í Iceland Express deild karla: Sigmundur Már Herbertsson, Njarðvík fjórða árið í röð
Prúðasti leikmaður í Iceland Express deild kvenna: Margrét Kara Sturludóttir Keflavík
Prúðasti leikmaður í Iceland Express deild karla: Axel Kárason Skallagrími.
VF-Myndir/ [email protected] – Á efri myndinni eru þau Pálína og Hlynur, bestu leikmenn Iceland Express deildanna en á þeirri neðri er Sigurður Ingimundarson, þjálfari ársins í úrvalsdeild karla, ásamt Hannesi Sigurbirni Jónssyni formanni KKÍ.