Suðurnesjamenn í fantaformi
Unnu til fjölda verðlauna á Þrekmótaröðinni
Suðurnesjamenn áttu góðu gengi að fagna á Haustmóti Þrekmótaraðarinnar sem haldið var um helgina. Kristjana Hildur Gunnarsdóttir frá líkamsræktarstöðinni Lífsstíl sigraði í einstaklingskeppni kvenna bæði í opnum flokki og flokki 40-49 ára. Liðið 5 fræknar frá Lífsstíl varð í 2. sæti í liðakeppni kvenna 39+. Þuríður Þorkelsdóttir frá Lífsstíll sigraði í flokki 50+ í einstaklingskeppni.
	Þór Ríkharðsson frá Súperform varð í 2. sæti í flokki 30-39 ára. Super dreamteam frá Súperform varð í 3. sæti í liðakeppni kvenna. Fjölbrautaskóli Suðurnesja tók þátt í liðakeppni framhaldsskólanna og hafnaði í 2. sæti.
	
	Keppt var í hinum ýmsu greinum eins og hjóli, ólympískum lyftingum, kassahoppi, veggjaklifri, framstigi og fleiru í kapp við klukkuna. Alls voru 300 keppendur frá 15 mismunandi stöðvum sem tóku þátt. 
	
	.jpg)
	.jpg)


.jpg) 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				