Suðurnesjamenn eignast löglega motocrossbraut
Laugardaginn 15.maí opnaði Vélhjólaíþróttafélag Reykjaness motocrossbraut fyrir ofan Seltjörn. Brautinni hefur verið gefið nafnið Sólbrekkubraut. Unnið hefur verið í brautinni allan síðasta mánuð og er hún með flottustu brautum á landinu. Brautin hefur verið til í nær 30 ár en aldrei fengist leyfi á hana fyrr en nú.
Félagsmenn eru að vonum ánægðir með þennan frábæra áfanga og ætla að halda bikarkeppni laugardaginn 21. maí kl. 13.00 aðgangseyrir er 500 kr. og eru allir velkomnir. Athugið að aðkoma að brautinni er Seltjarnarmegin. Nánari upplýsingar er að finna á motocross.is
Stjórn VÍR.