Suðurnesjamenn á næststærsta hnefaleikamóti heims
Þeir Björn Snævar Björnsson og Elvar Sturluson hjá Hnefaleikafélagi Reykjaness lögðu land undir fót í gær en þeir félagar hyggjast keppa keppa fyrir hönd HFR í hinu árlega ACBC boxmóti, sem talið er vera það næststærsta í heiminum.
Alls eru 25 íslenskir boxarar á mótinu sem haldið er í Gautaborg. ACBC mótið var fyrsta haldið árið 1987 og í ár munu 607 keppendur taka þátt, þar af 25 íslendingar. Keppendur á mótinu eru frá 10 ára aldri og allt til 35 ára aldurs.
Mótið fer fram 2. - 4. nóvember.