Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Suðurnesjamaraþon: Skráning hafin
Mánudagur 16. ágúst 2004 kl. 13:00

Suðurnesjamaraþon: Skráning hafin

Skráning er hafin í Suðurnesjamaraþonið sem haldið verður 28. ágúst n.k.
Líkamsræktarstöðin Lífstíll hefur um nokkur ár séð um framkvæmd hlaupsins og eru vegleg verðlaun í boði.

Suðurnesjamaraþon skiptist í 3,5 km skemmtiskokk - göngu, 10 km hlaup og 25 km fjallahjólreiðar á malbiki.

Glæsileg verðlaun eru í boði og verður að auki dregið úr hópi þátttakenda að hlaupi loknu. Má þar nefna ferð fyrir tvo til Kaupmannahafnar eða London með Iceland Express, 3ja mánaða kort í Bláa lónið, Henson galla og líkamsræktar og ljósakort.

Skráning í hlaupið fer fram í Lífsstíl í síma 420 7001.
Hlaupið og hljólreiðar hefjast kl. 12:00. Rásmark er við Lífstíl/Hótel Keflavík, Vatnsnesvegi 12.

Þátttökugjald er kr. 1.000 fyrir fullorðna en kr. 500 fyrir 12 ára og yngri í skemmtiskokk.

Texti af vef Reykjanesbæjar, mynd af marathon.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024