Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 10. ágúst 2000 kl. 12:26

Suðurnesjamaraþon 2000 - ekki bara fyrir hlaupara

Laugardaginn 11. ágúst verður hið árlega Suðurnesjamaraþon haldið. Undirbúningur og umsjón er í höndum líkamsræktarstöðvarinnar Lífsstíls. Boðið verður upp á fjórar leiðir. 3,5 km. skemmtiskokk, 7 km. göngu og hlaupaleið, 10 km. göngu og hlaupaleið (tímataka). Og 25 km. hjólreiðarleið (Keflavík- Garður – Sandgerði – Keflavík). Upphitun undir leiðsögn þeirra Vikars og Kiddýjar frá Lífsstíl hefst kl. 11. að því loknu er haldið af stað. Hvetja viljum við alla sem vilja hreyfa sig á laugardag að koma með, hvort sem gengið er, hlaupið eða hjólað. Mjög veglegir vinningar eru í boði þetta árið. T.d. Utanlandsferð frá Samvinnuferðum –Landsýn, Utanlandsferð frá Ósk KE., Húsgagnaversluninni Kjarna og Lífsstíl, Tvö 6 mán. kort í líkamsrækt frá Lífsstíl og World Class, 2 Hjól frá Útisport og GÁP Fitness, 2 íþróttagallar frá K-sport, Pizzuveislur frá Pizza 67 og út að borða frá Glóðinni. Allir þátttakendur fá verðlaunapening að hlaupi loknu og veittir verða sérstakir verðlaunapeningar fyrir sérstaka flokka í hverri vegalengd. Skráning fer fram í líkamsræktarstöðinni Lífsstíl (Sími 420-7001), en einnig verður skráð á milli 15.00 – 18.00 í K-sport. Þáttökugjald er kr. 500 fyrir 16 ára og yngri og kr. 1000 fyrir 16 ára og eldri (innifalið, Bolur, verðlaunapeningur og pastaveisla) Tökum skref í rétta átt, þann 11.ágúst !
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024