Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Suðurnesjamaður sigrar á boxmóti í Danmörku
Þriðjudagur 2. nóvember 2004 kl. 16:57

Suðurnesjamaður sigrar á boxmóti í Danmörku

Eyjólfur Björgvin Guðbjörnsson, 23 ára Suðurnesjamaður sem stundar nám í Danmörku, tók þátt í hnefaleikamóti þar í landi á dögunum og vann sigur. Eyjólfur hefur aðeins verið að æfa íþróttina í nokkra mánuði en sigraði reyndari andstæðing örugglega.

„Ég hef bara verið í Pro boxinu í 3 mánuði og í brennsluboxi síðan í mars en það var nóg til að vinna þennan bardaga,“ sagði Eyjólfur í samtali við Víkurfréttir. „Hinn var í miklu lélegra formi og sprengdi sig í 2. lotu og þá var auðvelt að klára hann.“

Eyjólfur á eflaust eftir að láta meira til sín taka á þessum vettvangi á næstunni og verður fróðlegt að fylgjast með.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024