Suðurnesjaliðin unnu bæði
Njarðvík og Keflavík unnu bæði í fyrstu umferð Domino’s deildar karla í körfubolta. Njarðvíkingar lögðu ÍR og Keflavík sótti góðan sigur á Sauðárkrók.
Njarðvíkingar voru sterkari allan tímann í Seljaskóla. Wane Martin skoraði flest stig liðsins eða 23 stig og tók 15 fráköst.
Keflvíkingar unnu 86-77 en leikurinn var mjög jafn í fyrri hálfleik. Í þeim síðari voru Suðurnesjamenn sterkari og uppskáru góðan sigur. Dominykas Milka skoraði 26 stig fyrir Keflavík og Khalil Ahmad var með 23 stig.
Þriðja Suðurnesjaliðið, Grindavík, sækir Íslandsmeistara KR heim í Frostaskjól á föstudagskvöld.