Suðurnesjaliðin töpuðu öll
Keflavík enn efstar - Grindavík á botninum
Suðurnesjaliðin í Domino's deild kvenna þurftu öll að sætta sig við tap í gærkvöldi á útivöllum. Keflvíkingar eru ennþá á toppnum með jafnmörg stig og Skallagrímur en Grindvíkingar eru núna einar á botninum eftir tap í mikilvægum botnslag.
Grindvíkingar töpuðu frekar stórt þegar botnliðin Haukar og Grindavík mættust í gær. Lokatölur urðu 69:47 þar sem Grindvíkingum gekk afleitlega í sóknarleiknum og náðu t.a.m. tvisvar ekki að skora 10 stig í leikhluta. Grindvíkingar eru enn án erlends leikmanns og aðeins Ólöf Rún Óladóttir náði að komast í tveggja stafa tölu fyrir gestina í stigaskori. Grindvíkingar hafa reyndar samið við Angela Rodriquez sem væntanlega verður ekki klár í slaginn fyrir bikarleik gegn Keflavík um helgina.
Haukar-Grindavík 69-47 (21-9, 13-13, 20-9, 15-16)
Grindavík: Ólöf Rún Óladóttir 10, María Ben Erlingsdóttir 9/8 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 7/5 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 6/8 fráköst, Lovísa Falsdóttir 5, Íris Sverrisdóttir 5/8 fráköst, Elísabet María Magnúsdóttir 4, Angela Björg Steingrímsdóttir 1, Vigdís María Þórhallsdóttir 0, Arna Sif Elíasdóttir 0.
Keflvíkingar náðu ekki að hrista af sér tap gegn Snæfell og þurftu að sætta sig við tap gegn Stjörnunni að þessu sinni. Leikurinn var spennandi og varð munurinn á endanum þrjú stig, 54:51 þar sem Emelía Ósk skoraði 15 stig fyrir Keflavík. Ariana Moorer lék ekki með Keflvíkingum í leiknum.
Stjarnan-Keflavík 54-51 (15-15, 14-14, 15-10, 10-12)
Keflavík: Emelía Ósk Gunnarsdóttir 15/8 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 14/7 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 9/5 fráköst, Þóranna Kika Hodge-Carr 7/4 fráköst, Erna Hákonardóttir 4, Katla Rún Garðarsdóttir 2/5 fráköst/6 stoðsendingar, Elsa Albertsdóttir 0, Kamilla Sól Viktorsdóttir 0, Svanhvít Ósk Snorradóttir 0, Irena Sól Jónsdóttir 0, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 0, Ariana Moorer 0.
45 stig frá Carmen Tyson-Thomas dugðu Njarðvíkingum ekki til sigurs gegn Valskonum. Þær Hlíðarendakonur höfðu 87:79 sigur. Njarðvík er í 6. sæti eftir leikinn og færast nær botnbaráttunni.
Valur-Njarðvík 87-79 (28-18, 23-21, 22-23, 14-17)
Njarðvík: Carmen Tyson-Thomas 45/23 fráköst, Björk Gunnarsdótir 7/4 fráköst/10 stoðsendingar, María Jónsdóttir 6, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 4, Linda Þórdís Barðdal Róbertsdóttir 4, Erna Freydís Traustadóttir 4, Heiða Björg Valdimarsdóttir 4, Soffía Rún Skúladóttir 3/5 fráköst, Hulda Bergsteinsdóttir 2, Elísabet Sigríður Guðnadóttir 0, Birta Rún Gunnarsdóttir 0, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 0.