Suðurnesjaliðin töpuðu bæði
Bæði Suðurnesjaliðin í Domino’s deild kvenna í körfu töpuðu leikjum sínum í gærkvöldi. Keflavík fyrir Haukum og Grindavík fyrir Skallagrími.
Keflavíkurstúlkur voru yfir eftir fyrsta leikhluta en Haukar náðu góðu forskoti eftir næstu tvo. Þó Keflavík ynni þann síðasta með 7 stigum þá dugði það ekki til og lokatölur urðu 80-73 fyrir Hauka. Emelía Ósk Gunnarsdóttir skoraði 20 stig fyrir Keflavík.
Haukar-Keflavík 80-73 (18-23, 26-18, 17-6, 19-26)
Keflavík: Emelía Ósk Gunnarsdóttir 20/4 fráköst, Þóranna Kika Hodge-Carr 12, Anna Ingunn Svansdóttir 11, Daniela Wallen Morillo 10/11 fráköst/8 stoðsendingar/8 stolnir, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 7/9 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 6, Irena Sól Jónsdóttir 4, Kamilla Sól Viktorsdóttir 3, Sara Lind Kristjánsdóttir 0, Hjördís Lilja Traustadóttir 0, Eva María Davíðsdóttir 0, Eydís Eva Þórisdóttir 0.
Grindavík hefur byrjað árið vel og þær voru nálægt því að leggja Skallagrím á útivelli. Heimastúlkur voru sterkari í síðasta leikhlutanum og tryggðu sér sigur, 58-55. Hrund Skúladóttir var stigahæst en hún skoraði 12 stig.
Skallagrímur-Grindavík 58-55 (19-11, 13-25, 8-7, 18-12)
Grindavík: Hrund Skúladóttir 12/5 fráköst, Jordan Airess Reynolds 12/14 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 10/4 fráköst, Tania Pierre-Marie 8/7 fráköst, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 5/9 fráköst, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 4, Hekla Eik Nökkvadóttir 4, Sædís Gunnarsdóttir 0, Hulda Björk Ólafsdóttir 0, Vikoría Rós Horne 0, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 0, Arna Sif Elíasdóttir 0.