Suðurnesjaliðin þurfa sárlega á stigum að halda
Heil umferð í Domino's deild kvenna
Í kvöld fer fram heil umferð í Domino's deild kvenna í körfubolta með fjórum leikjum. Snæfell getur með sigri á Hamarskonum tryggt sér deildarmeistaratitilinn en barist er á öðrum vígstöðvum. Á botninum þurfa Njarðvíkingar sárlega á stigum að halda og það sama má segja um Grindvíkinga.
Botnlið Njarðvíkinga virðist óðum nálgast sæti í 1. deild að ári en þær taka á móti KR á heimavelli sínum í kvöld. Grindvíkingar sem eru fjórum stigum fyrir ofan Njarðvíkinga fá Hauka í heimsókn en þær hafnfirsku gætu reynst erfiðar viðureignar, enda í öðru sæti deildarinnar.
Keflvíkingar heimsækja svo Valskonur en allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19:15. Með sigri koma Keflvíkingar sé þægilega fyrir í þriðja sætinu fyrir ofan Val.