Suðurnesjaliðin þurfa að forðast sópinn
Keflavík og Grindavík þurfa á sigri að halda
Nú er allt undir hjá Keflvíkingum og Grindvíkingum í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla í kvöld. Bæði lið eiga það á hættu að falla úr keppni ef þau vinna ekki í kvöld. Keflvíkingar fá Tindastólsmenn í heimsókn en þar má búast við hörkuleik eins og í tveimur fyrstu rimmunum sem Stólarnir unnu.
Grindvíkingar eiga erfitt verkefni fyrir höndum, þegar þeir fara í DHL höllina í Vesturbænum og sækja Íslandsmeistara KR heim. KR hefur hingað til haft nokkra yfirburði í einvíginu en í stöðunni 2-0 er að duga eða drepast fyrir Grindvíkinga. Hér að neðan má til gamans taka þátt í smá könnun og spá fyrir um úrslit kvöldsins.