Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Suðurnesjaliðin styrkja sig fyrir komandi átök
Miðvikudagur 2. maí 2012 kl. 15:26

Suðurnesjaliðin styrkja sig fyrir komandi átök



Pepsi-deild karla hefst á sunnudag og liðin eru í óða önn að stykja sig fyrir átök sumarsin.

Steven Old, varnarmaður frá Nýja-Sjálandi, leikur mjög líklega með Grindvíkingum í sumar en hann er kominn til landsins og viðræður við hann standa yfir, að því er Jónas Þórhallsson formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur sagði við mbl.is í dag.

Old er 26 ára gamall og á að baki 17 A-landsleiki fyrir Nýja-Sjáland. Hann lék í vetur með enska utandeildaliðinu Basingstoke en áður með Kilmarnock í skosku úrvalsdeildinni, og þar á undan með liðum á Nýja-Sjálandi og í Ástralíu.

Nýr leikmaður hefur gengið til liðs við Keflvíkinga fyrir komandi tímabil en hann heitir Denis Selimovic. Denis er frá Slóveníu og er 32 ára gamall en hann hefur gert samning við Keflavík út þetta tímabil. Denis leikur sem miðjumaður en hefur einnig leikið í vörninni á sínum ferli.

Denis hefur leikið með nokkrum liðum í Slóveníu og eitt ár í Bosníu en hann lék með Ålesund í Noregi á árunum 2007-2009 þegar Haraldur Guðmundsson fyrirliði Keflvíkinga lék þar.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024