Suðurnesjaliðin sigruðu í kvöld
Víðir sigraði Skallagrím 2-0 í kvöld í 2. deild karla í knattspyrnu en leikurinn fór fram á Garðsvelli. Þetta var annar sigur Víðis í jafn mörgum leikjum í 2. deild og eru þeir í 1. - 3. sæti í deildinni ásamt Njarðvík og HK. Í 3. deildinni sigraði Reynir, Gróttu 4-1 í skemmtilegum leik í Sandgerði. Þetta var fyrsti leikurinn í B-riðli 3. deildar og eru Reynismenn eina liðið með stig í riðlinum og sitja því í efsta sæti.Það er skemmtilegt að segja frá því að eins og staðan er í dag þá eru Suðurnesjaliðin öll í efsta sæti í sínum deildum. Keflavík er í efsta sæti í úrvalsdeild ásamt þremur öðrum liðum, Njarðvík og Víðir eru í efsta sæti í 2. deild ásamt HK og Reynir eru í 1. sæti í 3. deildinni.