Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Suðurnesjaliðin náðu í stig
Þriðjudagur 18. júlí 2006 kl. 22:42

Suðurnesjaliðin náðu í stig

Grindavík og Keflavík gerðu bæði 1-1 jafntefli í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld. Grindvíkingar gerðu 1-1 jafntefli við Fylki en Víkingur og Keflavík skildu jöfn í Reykjavík.

 

Páll Einarsson gerði mark Fylkismanna í Grindavík en Ray Anthony Jónsson jafnaði metin. Guðmundur Steinarsson skoraði mark Keflvíkinga gegn Víkingum en Viktor Bjarki Arnarson jafnaði fyrir Víking.

 

Þegar 11 umferðum er lokið eru Keflvíkingar í 4. sæti deildarinnar með 15 stig en Grindavíkingar í því sjötta með 14 stig.

 

Nánar síðar…

 

VF-mynd/ [email protected] - Óðinn Árnason í baráttunni við Christian Christiansen leikmann Fylkis

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024