Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Suðurnesjaliðin með sigra
Sunnudagur 17. ágúst 2008 kl. 22:18

Suðurnesjaliðin með sigra

Keflavík vann stórsigur á Þrótti R., 5-0, í Landsbankadeild karla á Sparisjóðsvellinum í kvöld. Brynjar Örn Guðmundsson, Guðmundur Steinarsson, Símun Samuelsson, Magnús Sverrir Þorsteinsson og Patrik Redo skoruðu mörk Keflvíkinga. Á sama tíma áttust FH og Grindavík við í Hafnarfirði og er skemmst frá því að segja að Grindvíkingar fögnuðu góðum sigri, 0-1 en Andri Steinn Birgirsson skoraði mark þeirra gulklæddu um miðjan seinni hálfleik.

Með sigri Grindvíkinga á FH, skutust Keflvíkingar á toppinn og hafa nú tveggja stiga forskot á FH þegar sex umferðum er ólokið.



Nánar verður greint frá leikjunum síðar...

VF-MYND/JJK: Grindvíkingar fögnuðu vel sigri sínum á FH,

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024