Marc McAusland, fyrirliði Njarðvíkinga, þrumar hér boltanum í netið í síðustu umferð bikarkeppninar. Marc hafði vonast til að mæta Keflavík í sextán liða úrslitum, endurtaka leikinn frá því í fyrra, en honum varð ekki að ósk sinni að þessu sinni. VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar fimmtudaginn 27. apríl 2023 kl. 10:41
Suðurnesjaliðin leika á útivelli í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla
Dregið var um hvaða lið mætast í sextán liða úrslitum Mjólkurbikar karla í knattspyrnu í gær. Enginn Suðurnesjaslagur er í kortunum því öll Suðurnesjaliðin munu leika á útivelli í næstu umferð.
Njarðvíkingar lentu á móti FH og verður sá leikur spilaður miðvikudaginn 17. maí á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði.
Grindavík leikur gegn Val degi síðar, fimmtudaginn 18. maí, á Hlíðarenda og sama dag mætir Keflavík Stjörnunni í Garðabæ.