Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Suðurnesjaliðin hefja leik í dag
Mánudagur 14. maí 2007 kl. 09:16

Suðurnesjaliðin hefja leik í dag

Fyrstu umferðinni í Landsbankadeild karla í knattspyrnu lýkur í kvöld þegar Keflavík heimsækir KR í Vesturbæinn. Leikurinn hefst kl. 20:00 og má gera ráð fyrir hörkuleik þar sem bikarlið síðasta árs leiða saman hesta sína.

 

Þá hefja Suðurnesjaliðin einnig leik í 1. deild karla. Reynir Sandgerði tekur á móti Fjölnismönnum á Sparisjóðsvellinum og Grindvíkingar heimsækja Stjörnuna í Garðabæ. Þá mætast Leiknir og Njarðvík á Leiknisvelli og hefjast allir leikirnir kl. 20:00.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024