Suðurnesjaliðin duttu út í fyrstu umferð Fótbolti.net-bikarsins
Fótbolti.net-bikarinn er haldinn í fyrsta sinn en um er að ræða bikarkeppni neiðri deilda í knattspyrnu karla, þ.e.a.s. lið í 2., 3. og 4. deild taka þátt í mótinu.
Suðurnesjaliðin Þróttur og Reynir töpuðu sínum leikjum þegar leikið var í gær. Þróttur tapaði fyrir Víkingi Ólafsvík í Vogum með einu marki gegn engu og kom markið á 4. mínútu uppbótartíma. Reynismenn mættu Elliða í Árbæ og höfðu heimamenn 3:1 sigur.
Víðismenn sátu hins vegar hjá í fyrstu umferð og voru því í pottingum þegar var dregið í sextán liða úrslit í hádeginu í dag. Þar fékk Víðir heimaleik gegn Hvíta riddaranum en þessi lið mættust í fyrstu umferð 3. deildar og þá hafði Víðir betur, 3:1. Leikurinn fer fram þann 19. júlí næstkomandi.