Suðurnesjaliðin byrja vel
Suðurnesjaliðin í 3. Deild karla í knattspyrnu hafa svo sannarlega hafið leik af krafti í sumar.
GG, Víðir og Reynir hafa unnið alla leiki sína það sem af er. GG hefur unnið sína 3 leiki og trjónir á toppi A-riðils á meðan Víðismenn eru í öðru eftirt tvo sigra í tveimur leikjum. Síðasti sigur þeirra var sérlega sannfærandi, en þeir gjörsigruðu BÍ frá Ísafirði, 8-0 á Garðvelli.
Eysteinn Már Guðvarðsson skoraði 3 mörk fyrir Víði, en martkatala þeirra er 10-0 eftir tvo leiki.
Þá sigraði Reynir Hamar, 7-0 á heimavelli sínum, en það er eini leikur Reynismanna það sem af er. Næsti leikur þeirra er þann 10. júní.
VF-mynd/HRÓS