Suðurnesjaliðin berjast um síðasta sætið
Úrslitakeppni kvenna handan við hornið
Í kvöld fara fram þrír leikir í Domino's deild kvenna í körfubolta. Grindvíkingar taka á móti Valskonum í Mustad höllinni á meðan Keflvíkingar fá Hamarskonur í heimsókn. Leikirnir hefjast klukkan 19:15.
Eins og staðan er núna eru Keflvíkingar ekki í úrslitakeppni þegar fimm umferðir eru eftir. Þrír síðustu leikir Keflvíkinga eru gegn Haukum, Snæfell og Grindavík og því er ljóst að það verður á brattann að sækja. Grindvíkingar eru sæti ofar en Keflvíkingar en tvö stig skilja liðin að. Grindvíkingar eiga sömuleiðis eftir að mæta Haukum og Snæfell þannig að barátta Suðurnesjaliðanna um síðasta sæti úrslitakeppninnar verður hörð.