Suðurnesjaliðin auðveldlega áfram í bikarnum
Suðurnesjaliðin fór öll frekar auðveldlega í gegnum 16-liða úrslitin í Powerade-bikarnum í körfubolta í gær. Öll eru þau nú komin áfram nema karlalið Grindvíkinga sem leikur gegn KR í kvöld.
Njarðvíkingar eru komnir í 8-liða úrslit í Powerade-bikar karla í körfubolta eftir öruggan sigur gegn Hetti frá Egilsstöðum. Lokatölur urðu 102-80 fyrir Njarðvíkinga sem léku á heimavelli en leikurinn fór fram í gær. Njarðvíkingar náðu strax upp 20 stiga forystu í 1. leikhluta og héldu því forskoti allt til leiksloka.
Stigin hjá Njarðvík: Travis Holmes 23/6 fráköst/5 stolnir, Cameron Echols 18/9 fráköst/3 varin skot, Elvar Már Friðriksson 15/8 stoðsendingar, Ólafur Helgi Jónsson 13/5 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 9/4 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 7, Styrmir Gauti Fjeldsted 6/6 fráköst, Oddur Birnir Pétursson 6, Óli Ragnar Alexandersson 3/6 fráköst, Rúnar Ingi Erlingsson 2
Sömuleiðis átti Keflvíkingar ekki í vandræðum með að komast í 8-liða úrslitin er þeir mættu 1. deildarliði Skallagríms í Borgarnesi í gær. Leikurinn var jafn framanaf og í hálfleik voru Keflvíkingar einu stigi yfir. Í 3. leikhluta skoruðu Keflivíkingar hins vegar 20 stig gegn aðeins 8 frá heimamönnum. Svo fór að lokum að Keflvíkingar fóru með 74-88 sigur af hólmi.
Stigin hjá Keflavík: Magnús Þór Gunnarsson 27/4 fráköst, Charles Michael Parker 17/5 fráköst/8 stoðsendingar, Jarryd Cole 16/7 fráköst, Steven Gerard Dagustino 15/13 stoðsendingar, Almar Stefán Guðbrandsson 6/10 fráköst, Gunnar H. Stefánsson 3, Halldór Örn Halldórsson 2, Valur Orri Valsson 2
Í kvennaboltanum tryggðu Njarðvíkingar sér farseðilinn í 8-liða úrslitin með því að hreinlega rótbusta Breiðablik með 104 stigum gegn 42 í Ljónagryfjunni. Sá sigur var aldrei í hættu eins og lokatölur gefa kannski til kynna.
Stigin hjá Njarðvík: Ólöf Helga Pálsdóttir 15/5 fráköst, Eyrún Líf Sigurðardóttir 14, Shanae Baker-Brice 13/5 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, Lele Hardy 12/11 fráköst/5 stoðsendingar/6 stolnir, Erna Hákonardóttir 10, Harpa Hallgrímsdóttir 9/6 fráköst/5 stolnir, Sara Dögg Margeirsdóttir 8, Emelía Ósk Grétarsdóttir 8/5 fráköst, Salbjörg Sævarsdóttir 7, Ásdís Vala Freysdóttir 4, Andrea Björt Ólafsdóttir 2/6 fráköst, Aníta Carter Kristmundsdóttir 2.
Myndir: Þau Magnús Gunnarsson hjá Keflavík og Njarðvíkingurinn Ólöf Helga Pálsdóttir voru atkvæðamest hjá sínum liðum í gær