Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Suðurnesjalið standa sig vel á REY-CUP
Föstudagur 23. júlí 2004 kl. 16:32

Suðurnesjalið standa sig vel á REY-CUP

REY-CUP, alþjóðleg knattspyrnuhátíð í Reykjavík, hófst á miðvikudag og mun standa fram á sunnudag. Keppt er í 3. og 4. flokki drengja og stúlkna og eiga Suðurnesjamenn að sjálfsögðu sína fulltrúa á keppninni og hafa þeir staðið sig vel það sem af er.

3. flokkur Keflavíkurdrengja hefur staðið sig sérlega vel og hefur unnið alla þrjá leiki sína, þar á meðal gegn sænska liðinu Örgryte.

Keflavík er með tvö lið í 4. flokki kvenna. A-liðið hefur tapað sínum þremur leikjum, en B-liðið tapaði einum leik eftir að hafa unnið tvo stórsigra, 11-0 og 5-0.

4. flokkur karla frá Grindavík tapaði sínum fyrstu tveimur leikjum gegn KR og Fjölni.

Njarðvíkingar eru með lið í 4. flokki drengja og gerðu þeir jafntefli í sínum fyrsta leik. Næst mættu þeir stórliði Glasgow Rangers og þá Breiðabliki og töpuðu báðum leikjum.

Mótið nú er það þriðja í röðinni og hefur þátttakendafjöldi aukist á hverju ári. Nú mæta 60 lið til leiks með 800 keppendur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024