Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Suðurnesjakrakkar í eldlínunni á NM í körfubolta
Suðurnesjakrakkar í unglingalandsliðunum í körfubolta sem léku á Norðurlandamótinu í Finnlandi.
Laugardagur 2. júlí 2016 kl. 10:58

Suðurnesjakrakkar í eldlínunni á NM í körfubolta

Ungmenni frá Suðurnesjum stóðu sig vel á Norðurlandamótinu í körfubolta sem haldið var í Finnlandi í vikunni. U18 landslið drengja varð Norðurlandameistari og þar áttu Suðurnesjamenn fjóra leikmenn í liðinu og þjálfarinn er Njarðvíkingurinn Einar Árni Jóhannsson. U18 stúlkna varð í 3. sæti og í liðinu voru sex leikmenn frá Suðurnesjum og aðstoðarþjálfarinn er Bylgja Sverrisdóttir.
Þá áttu Suðurnesjamenn tvo fulltrúa af fimm íslenskum í stjörnuliðum mótsins, Birnu Valgerði Benónýsdóttur í U16 stúlkna og Arnór Sveinsson í U16 drengja.

Lokastaða mótsins hjá okkar liðum varð eftirfarandi:
U18 karla · Norðurlandameistarar 2016
U18 kvenna · 3. sæti
U16 stúlkna · 4. sæti
U16 drengja · 5. sæti

Strákarnir í U18 sem urðu Norðurlandameistarar:
Jón Arnór Sverrisson - Njarðvík (varð stoðsendingahæstur á mótinu)
Snjólfur Marel Stefánsson - Njarðvík
Adam Eiður Ásgeirsson - Njarðvík
Ingvi Þór Guðmundsson - Grindavík

Stúlkurnar frá Suðurnesjum í U18:
Björk Gunnarsdóttir - Njarðvík
Emelía Ósk Gunnarsdóttir - Keflavík
Elfa Falsdóttir - Keflavík
Katla Rún Garðarsdóttir - Keflavík
Thelma Dís Ágústsdóttir - Keflavík
Þóranna Kika Hodge-Carr - Keflavík

Drengir frá Suðurnesjum í U16 ára landsliði drengja:
Arnór Sveinsson - Keflavík
Brynjar Atli Bragason - Njarðvík
Elvar Snær Guðjónsson - Keflavík

Stúlkur frá Suðurnesjum í U16 ára landsliði stúlkna:
Birna Valgerður Benónýsdóttir - Keflavík
Eydís Eva Þórisdóttir - Keflavík
Kamilla Sól Viktorsdóttir · Keflavík
Elsa Albertsdóttir · Keflavík
Sigrún Elfa Ágústsdóttir · Grindavík
Hrund Skúladóttir · Grindavík
Viktoría Líf Steinþórsdóttir · Grindavík
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024