Suðurnesjakrakkar gerðu það gott á Unglingalandsmóti UMFÍ
Suðurnesjakrakkar stóðu sig vel á Unglingalandsmótinu sem fram fór á Vík í Mýrdal sl. helgi og unnu til fjölda verðlauna.
Flest verðlaunin fóru til sundfólks úr Sunddeild Keflavíkur, þar sem Hermann Bjarki Níelsson var með 4 gull, Marín Hrund Jónsdóttir 1 gull og 2 silfur, Davíð Hildiberg Aðalsteinsson 1 gull, 3 silfur og 2 brons, Eyþór Ingi Júlíusson 1 gull og 2 brons, Jóna Helena Bjarnadóttir 2 gull, 1 silfur og 1 brons, Tinna Rún Kristófersdóttir 1 gull, 1 silfur og 1 brons og Íris Guðmundsdóttir fékk 1 brons.
Sveit Keflavíkur í boðsundi hreppti gullið í 4x33m skriðsundi stúlkna og 4x33m fjórsundi pilta, og silfur í 4x33m fjórsundi stúlkna.
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur sendi frá sér eitt lið á Unglingalandsmótið. Stúlkurnar úr 9. fl. kvenna kepptu í 15-16 ára aldursflokki og stóðu þær sig með prýði. Auk Keflavíkur var Kormákur, Snæfell og Drangur, en Breiðablik keppti sem gestalið, með stúlkur 17-18 ára.
Keflavíkurstúlkur töpudu fyrsta leik sínum gegn Kormáki 24-12, unnu svo góðan sigur á Drangi 33-10, en töpudu úrslitaleiknum gegn Snæfelli 26-28 eftir að hafa leitt 26-22 þegar 4 mín. voru eftir af leiknum.
Aukaleikurinn, gegn Breiðablik fór 33-30 fyrir Blikum.
Suðurnesjakrakkar voru einnig að gera það gott í fitnesskeppni og golfmóti sem haldið var á mótinu.
Í fitnessinu var Elísa Sveinsdóttir í 1. sæti í 13 ára flokki stúlkna og Guðrún Mjöll Stefánsdóttir í 3. sæti í 14 ára flokki stúlkna og í golfinu var Guðni Fridrik Oddsson í 2. sæti í höggleik með forgjöf og 3. sæti án forgjafar, í strákaflokki 11-13 ára.