Suðurnesjakrakkar á meðal fótboltastjarna
Í sumar hefur verið í gangi leikur sem gengur út á að safna umbúðabréfumnutan af Draumaliðs – fótboltamyndunum. Þátttakendur senda þau síðan í pott sem dregið er úr reglulega. Þeir krakkar sem dregnir eru út fá prentaðar 1000 myndir af sér sem fara í pakkana ásamt myndum af leikmönnum í Pepsideildinni. Þrír krakkar á Suðurnesjum hafa verið á meðal þeirra heppnu en það eru þeir Fannar Freyr Einarsson og Guðjón Stefánsson úr Reykjanesbæ og Viktoría Sól Sævarsdóttir úr Garði.
Úrdrátturinn er alltaf síðasta miðvikudag hvers mánaðar í beinni útsendingu á Bylgjunni.