Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Suðurnesjafólk sigursælt í bikarnum
Keflvíkingar fögnuðu yfirburðarsigri gegn Snæfellingum þar sem lokatölur urðu 42:105. Myndir Karfan.is.
Sunnudagur 14. febrúar 2016 kl. 22:00

Suðurnesjafólk sigursælt í bikarnum

Yngri flokkarnir stolt Suðurnesja þessa bikarhelgi

Suðurnesjamenn eignuðust hátt í hundrað bikarmeistara um helgina í körfuboltanum. Þrátt fyrir að kvennalið Grindavíkur hafi ekki náð að fagna sigri um helgina gegn Snæfell þá náðu yngri flokkarnir af Suðurnesjum að raka inn verðlaunum yfir bikarhelgina sem fram fór í Laugardalshöll. Alls komu fimm bikarmeistarartitlar til Suðurnesja, Grindavík nældi í tvo titla, Keflvíkingar lönduðu tveimur titlum og Njarðvíkingar náðu í einn bikar. 


9. flokkur stúlkna - GRINDAVÍK-NJARÐVÍK

Grindvíkingar urði bikarmeistarar eftir 46:41 sigur gegn grönnum sínum í Njarðvík. Lykilmaður leiksins var valin Ólöf Rún Óladóttir leikmaður Grindavíkur sem skoraði 23 stig og tók 9 fráköst. Nánari upplýsingar um leikinn hér á Karfan.is.

Unglingaflokkur kvenna - SNÆFELL-KEFLAVÍK
Keflvíkingar fögnuðu yfirburðarsigri þar sem lokatölur urðu 42:105. Sandra Lind Þrastardóttir var valin leikmaður úrslitana en hún skoraði 21 stig, tók 8 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Þá var Bríet Sif Hinriksdóttir með 20 stig, 8 fráköst og 3 stoðsendingar. Nánar um leikinn hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


10. flokkur stúlkna - GRINDAVÍK-KR

Grindvíkingar lögðu KR 46:42 í úrslitum 10. flokks kvenna. Lykilmaður leiksins var leikmaður Grindavíkur, Sigrún Elfa Ágústsdóttir en hún skoraði 22 stig, tók 15 fráköst og stal 3 boltum. Nánar hér.

Drengjaflokkur - NJARÐVÍK-ÍR
Njarðvíkingar höfðu 83:65 sigur gegn ÍR í úrslitum drengjaflokks. Þar var Jón Arnór Sverrisson lykilmaður með þrennu, skoraði 23 stig, hrifsaði 13 fráköst og sendi 15 stoðsendingar í leiknum. Adam Eiður Ásgeirsson var stigahæstur Njarðvíkinga með 27 stig en á eftir honum kom Snjólfur með 22 stig og 12 fráköst að auki. Nánar hér.

Stúlknaflokkur - NJARÐVÍK-KEFLAVÍK
Keflvíkingar unnu þennan grannaslag örugglega 70:44 þar sem Thelma Dís Ágústsdóttir fyrirferðamikil með 22 stig, 19 fráköst, 6 stoðsendingar og 2 stolna bolta. Næst henni í liði Keflavíkur var Emelía Ósk Gunnarsdóttir með 15 stig og 9 fráköst.

Hjá Njarðvíkingum var Svanhvít Ósk Snorradóttir með 15 stig og Hera Sóley Sölvadóttir bætti við 8 stigum og 18 fráköstum.  Nánar um leikinn hér.

Unglingaflokkur karla - GRINDAVÍK-HAUKAR
Grindvíkingar töpuðu naumlega gegn Haukum í unglingaflokki karla en framlengingu þurfti til. Jón Axel Guðmundsson fór fyrir Grindvíkingum með 13 stig, 15 fráköst og 9 stoðsendingar. Ingvi Þór bróðir hans var svo með 19 stig og 10 fráköst.