Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Suðurnesjafólk í eldlínunni með landsliðunum
Laugardagur 1. september 2007 kl. 13:07

Suðurnesjafólk í eldlínunni með landsliðunum

Bæði karla- og kvennalandslið Íslands í körfuknattleik eiga leiki í dag í Evrópukeppni B-þjóða. Karlaliðið mætir Lúxemburg úti en kvennaliðið tekur á móti Hollandi að Ásvöllum kl. 16:00 í Hafnarfirði.

Sex Suðurnesjaleikmenn eru ytra með karlalandsliðinu en Brenton Birmingham er ekki með í för að þessu sinni. Í hans stað kom ÍR-ingurinn Sveinbjörn Claessen. Í kvennaliðinu eru alls sex leikmenn frá Suðurnesjum en Birna Valgarðsdóttir verður fjarri góðu gamni þar sem hún á von á barni og missir því af sínum fyrsta A-landsleik síðan í desember 1995.

Kvennaleikurinn verður í beinni útsendingu hjá RÚV í dag kl. 16:00 en hægt er að fylgjast með gangi mála í karlaleiknum á www.fibaeurope.com

 

VF-mynd/ Bryndís Guðmundsdóttir leikmaður Keflavíkur leikur sinn 11. landsleik í dag.

 

 



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024