Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Suðurnesjafólk í efstu sætum Icefitness
Mánudagur 17. nóvember 2008 kl. 10:13

Suðurnesjafólk í efstu sætum Icefitness

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sævar Ingi Borgarsson fór með sigur af hólmi þegar keppnin Íslandsmeistari Icefitness 2008 fór fram í Reykjanesbæ um helgina. Jakob Már Jónharðsson hafnaði í öðru sæti eftir harða keppni við Sævar. Þeir eru báðir af Suðurnesjum.

Eva Sveinsdóttir varði titil sinn í kvennaflokki. Unnur Lúðvíksdóttir varð önnur og Suðurnesjakonan Ásdís Þorgilsdóttir varð í þriðja sæti. Þá varð Suðurnesjakonan Raquelita Rós Aguilar í fjórða sæti.