Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Suðurnesjafólk gerði það gott í Andorra
Mánudagur 6. júní 2005 kl. 13:41

Suðurnesjafólk gerði það gott í Andorra

Sundmenn ÍRB gerðu góða ferð á Smáþjóðaleikana í Andorra og unnu öll til verðlauna. Erla Dögg Haraldsdóttir vann til þrennra gullverðlauna (200m fjórsund, 100m bringusund, 4x100m fjósund) og einna silfurverðlauna (200m bringusund), Birkir Már Jónsson vann tvenn bronsverðlaun (100m flugsund, 4x100m fjórsund) líkt og Helena Ósk Ívarsdóttir (100m og 200m bringusund), og Hilmar Pétur Sigurðsson vann ein bronsverðlaun (1500m skriðsund).

Auk þeirra unnu Suðurnesjamenn- og konur til silfurverðlauna í körfuknattleik.

Í kvennaflokki voru það þær María Ben Erlingsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir, Birna Valgarðsdóttir (Keflavík), Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir og Helga Jónasdóttir (UMFN).

Í karlaliðinu voru það Magnús Gunnarsson, Arnar Freyr Jónsson (Keflavík), Egill Jónasson (UMFN), Darrel Lewis og Páll Axel Vilbergsson (UMFG).

Mynd: Sundfólk ÍRB með verðlaunagripina

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024