Suðurnesin á iði - vika 7
Tíminn flýgur hratt! 6 vikna æfingaáætlun er að ljúka. Lokamæling í verkefninu “Suðurnesin á iði “ fer fram á sunnudaginn 10 nóv. kl.16:15 og 16:30 í Reykjaneshöllinni. Það verður gaman að sjá hversu mikið hefur áunnist. Þrátt fyrir að um lokamælingu sé að ræða þýðir það ekki að þú hafir ekki möguleika á að halda áfram!Þú hefur vonandi séð á undanförnum vikum hversu lítið þarf til að bæta heilsuna! Leyfðu þér ekki að fara aftur í sama far og áður, haltu áfram á réttri braut. Góður lífsstíll er gulli betri ! Þú hefur komist að því að það eina sem þú þarft til að stunda hreyfingu er vilji. Mikilvægt er að finna sér verkefni við hæfi og áhuga. Sumum líkar það best að nota útiveruna, öðrum þykir betra að æfa innandyra og enn öðrum í sundlauginni. Fjöldi fólks notar sér aðstöðu Reykjaneshallarinnar þegar kólna fer og ganga eða skokka innandyra. Líkamsræktarstöðin Lífsstíll hefur að geyma frábæra aðstöðu fyrir þá sem vilja æfa þolið og styrkja líkamann. Það getur verið stórt skref að stíga inn á líkamsræktarstöð en það er álit flestra sem reyna að það sé svo sannarlega þess virði fyrir líkamsástandið. Líkamsræktarstöðin Lífsstíll býður öllum þátttakendum í “Suðurnesjum á iði” að koma í frían prufutíma.Við hvetjum fólk til að nýta sér þetta tilboð og hver veit nema það kveiki áhuga hjá þér. Sundlaugar á suðurnesjum bjóða öllum þátttakendum í sund. Nýtum okkur það! Skoðum um leið þá frábæru aðstöðu sem flestar sundlaugar á suðurnesjum bjóða uppá. Auk bestu sundlauga í heiminum bjóða flestar laugarnar hér upp á ljósabekki og margar eru líka með þreksal. Kíktu í sund ! Já það eina sem þarf er jákvætt hugarfar og drífa sig af stað !
Undanfarnar vikur hefur þú lagt áherslu á að efla þolið. Það er líka mikilvægt að hugsa um styrktarþáttinn. Þú getur stundað þína eigin styrktarþjálfun heima, allt sem þú þarft er smá gólfpláss. Kíktu á eftirfarandi æfingar!
Styrktaræfingar!
* Magaæfingar, passa að mjóbakið snerti gólf allan tímann (beygja hné og hæla í gólf), betra að hafa mjúkt undirlag.
* Bakfettur, liggja á maganum lyfta brjóstkassa frá gólfi og halda 10-15 sek.
* Armbeygjur á hnjánum eða með beinan líkama. Passa að hafa mjaðmir beinar.
* Liggja á hliðinni (hægri svo vinstri) og lyfta fæti beinum upp um 45°.
* Liggja á bakinu með hendur undir mjöðmum og krossa fætur í upp í 45°.
* Standa bak við stól, halda í bakið og setjast niður í 90° og standa upp.
* Standa bein bak við stól, halda í bakið fara upp á táberg, niður á hæl og lyfta tánum u.þ.b. 2sm frá gólfi, endurtekið hratt.
Minnispunktar vikunnar !
* LOKAMÆLING sunnudaginn 10.nóv. kl.16:15 og 16:30.
* Reyna styrktaræfingar heima.
* Kíkja í líkamsræktarstöð, þær henta öllum aldurshópum.
* Skella sér í sund.
* Útdráttarverðlaun fyrir þá sem skila inn æfingaseðlunum á sunnudaginn.
Hlökkum til að hitta þig.
Kveðja Kiddý, Beggi og Gauja
Íþróttakennarar
Undanfarnar vikur hefur þú lagt áherslu á að efla þolið. Það er líka mikilvægt að hugsa um styrktarþáttinn. Þú getur stundað þína eigin styrktarþjálfun heima, allt sem þú þarft er smá gólfpláss. Kíktu á eftirfarandi æfingar!
Styrktaræfingar!
* Magaæfingar, passa að mjóbakið snerti gólf allan tímann (beygja hné og hæla í gólf), betra að hafa mjúkt undirlag.
* Bakfettur, liggja á maganum lyfta brjóstkassa frá gólfi og halda 10-15 sek.
* Armbeygjur á hnjánum eða með beinan líkama. Passa að hafa mjaðmir beinar.
* Liggja á hliðinni (hægri svo vinstri) og lyfta fæti beinum upp um 45°.
* Liggja á bakinu með hendur undir mjöðmum og krossa fætur í upp í 45°.
* Standa bak við stól, halda í bakið og setjast niður í 90° og standa upp.
* Standa bein bak við stól, halda í bakið fara upp á táberg, niður á hæl og lyfta tánum u.þ.b. 2sm frá gólfi, endurtekið hratt.
Minnispunktar vikunnar !
* LOKAMÆLING sunnudaginn 10.nóv. kl.16:15 og 16:30.
* Reyna styrktaræfingar heima.
* Kíkja í líkamsræktarstöð, þær henta öllum aldurshópum.
* Skella sér í sund.
* Útdráttarverðlaun fyrir þá sem skila inn æfingaseðlunum á sunnudaginn.
Hlökkum til að hitta þig.
Kveðja Kiddý, Beggi og Gauja
Íþróttakennarar