SUDNFÓLK REYKJANESBÆJAR Í HAM Í VESTMANNAEYJUM
Sunddeild Keflavíkur stóð fyrir sínu á Innanhússmeistaramóti Íslands í Vestmannaeyjum og bættu sundmenn deildarinnar árangur sinn í yfir 90% tilvika. Stúlknasveit Keflavíkur, Birgitta Rún, Íris Edda, Elva Björk og Eva Dís, bætti 6 ára gamalt boðsundsmet SFS í 4x100m fjórsundi en alls vann okkar fólk til 20 verðlauna á mótinu. Sundmenn Njarðvíkinga stóðu sig einnig vel á mótinu og syntu nánast allir á bestu tímum og unnu til þrennra verðlauna.Níu Keflvíkingar og 3 Njarðvíkingar í unglingalandsliðið Þau Guðlaugur M. Guðmundsson, Sævar Ö. Sigurjónsson, Halldór K. Halldórsson, Rúnar M. Sigurvinsson, Íris E. Heimisdóttir, Birgitta R. Birgisdóttir, Elva B. Margeirsdóttir, Díana Ó. Halldórsdóttir og Karen L. Tómasdóttir úr Keflavík og þau Arna Atladóttir, Jón O. Sigurðsson og Sigurbjörg Gunnarsdóttir úr Njarðvík náðu öll settum lágmörkum og tryggðu sér sæti í unglingalandsliði Íslands.